Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Sjaldgæfir fuglar staldra hér við

06.11.2018 - 14:33
epa06642047 An American robin (Turdus migratorius) is perched on a fallen pine bough as snow falls in Concord, Massachusetts, USA 02 April 2018. The Massachusetts, Rhode Island and Connecticut area could see up to 3 inches (7.62 cm) of snow before turning
Farþröstur (Turdus migratorius). Mynd: EPA-EFE - EPA
Nokkuð hefur verið um sjaldgæfa erlenda fugla á landinu undanfarið. Karnbítur hefur verið á Húsavík, vallaskvetta á Breiðabólastað í Suðursveit og dvergtittlingur frá Norðaustur-Evrópu eða Asíu við Presthús í Reynishverfi.

Við Hallskot í Flóa sást netlusöngvari og við Vötn í Ölfusi sex gráhegrar. Kolönd í Keflavík og við Bugðu í Ölfusi hinn smávaxni hlýraþröstur sem verpir á heimskautasvæðunum í Síberíu og Kanada.  

Í Sólbrekkum á Suðurnesjum hefur haldið sig hinn litfagri ameríski þröstur, farþröstur (Turdus migratorius). Hann á sér varplendur um nær gjörvalla Norður-Ameríku þar sem hann gleður augu manna í sínum litfagra búningi, dumbrauður á gumpinn, grár og næstum fjólublár á baki og höfði með hvíta hringi um augun.

Hann verpir farfugla fyrst, er starfsamur og vinnur daglangt við að safna bjöllum, ormum, lirfum, ávöxtum og berjum. Hann er vinsæll og hefur verið gerður ríkisfugl í þremur ríkjum í Bandaríkjunum í Connecticut, Michigan og Wisconsin enda fjörugur og söngvinn.

 

Þorvaldur Friðriksson
Fréttastofa RÚV