Sjáðu markið sem tryggði Íslandi sigur

Mynd: RÚV / RÚV

Sjáðu markið sem tryggði Íslandi sigur

11.06.2017 - 20:38
Landsliðsmaðurinn Hörður Björgvin Magnússon reyndist hetja Íslands gegn Króötum í kvöld þegar hann skoraði sigurmarkið á 89. mínútu.

Hörður Björgvin kom inn í liðið á kostnað Ara Freys Skúlasonar og hann nýtti heldur betur tækifærið. Eftir hornspyrnu frá Gylfa Sigurðssyni skallaði Hörður Björgvin boltann í netið. Ísland jafnaði Króata að stigum í I-riðlinum eftir sigurinn í kvöld en bæði lið eru nú með 13 stig. 

Markið má sjá í spilaranum hér að ofan.