Sjáðu markið: Kolbeinn kom Íslandi á bragðið

Mynd: Mummi Lú / RÚV

Sjáðu markið: Kolbeinn kom Íslandi á bragðið

07.09.2019 - 16:50
Kolbeinn Sigþórsson kom Íslandi á bragðið gegn liði Moldóvu á Laugardalsvelli í dag með sínu 24. landsliðsmarki. Markið er hans fyrsta í keppnisleik fyrir Ísland síðan árið 2016.

Kolbeinn er næst markahæsti landsliðsmaðurinn frá upphafi en mark hans í dag var það 24. fyrir landsliðið. Markahæstur í sögunni er Eiður Smári Guðjohnsen með 26 mörk.

Kolbeinn skoraði síðast í æfingaleik gegn Katar árið 2018 en síðasta mark hans í keppnisleik var jafnframt í síðasta byrjunarliðsleik hans með landsliðinu sem var í 5-2 tapi gegn Frökkum í 8-liða úrslitum á EM 2016.

Kolbeinn nýtti séns sinn í byrjunarliðinu í dag með því að skora en markið má sjá í spilaranum að ofan.

Staðan í leikhléi er 1-0 fyrir Ísland en beina útsendingu frá leiknum má nálgast hér.