Athugið þessi frétt er meira en 9 ára gömul.

Sinueldar slökktir í Laugardal

08.08.2012 - 23:30
Mynd með færslu
 Mynd:
Eldar sem loguðu í Laugardal við Ísafjarðardjúp síðdegis í gær og fram eftir kvöldi voru slökktir skömmu fyrir miðnætti.

Þarna hafði verið eldur í sinu frá því á föstudag, en þegar hvessti verulega í gær glæddist eldurinn mjög og Slökkvilið Súðavíkur náði ekki að hefta útbreiðslu hans. Það tókst ekki fyrr en þyrla Landhelgisgæslunnar var send í slökkvistarfið og liðsauki barst úr Slökkviliði Ísafjarðar.

Á miðnætti var enn glóð í jörðu og talsverður reykur. Menn úr Slökkviliði Súðavíkur, Ísafjarðar og Bolungarvíkur standa vaktina í nótt og forða því að eldurinn blossi upp á ný.