Athugið þessi frétt er meira en 8 ára gömul.

Sigurður og Magnús neita sök

04.07.2014 - 10:31
Mynd með færslu
 Mynd:
Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, og Magnús Guðmundsson, fyrrverandi yfirmaður Kaupþings í Lúxemborg, neituðu báðir sök þegar mál gegn þeim var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Þeir eru ákærðir fyrir að hafa lánað nær eignalausum félögum á Bresku Jómfrúreyjum.

Sigurður og Magnús eru ákærðir fyrir að hafa lánað nær eignalausum félögum á Bresku Jómfrúreyjum tæpa 70 milljarða króna til að hafa áhrif á skuldatryggingarálag Kaupþing haustið 2008. Hluti neyðarláns Seðlabankans var notaður í fléttuna, samkvæmt ákæru sérstaks saksóknara. 

Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi bankastjóri Kaupþings, er einnig ákærður og hefur hann neitað sök. Þetta er stærsta einstaka sakamál sem rannsakað hefur verið vegna bankahrunsins. Hluti af neyðarláni frá Seðlabankanum var notaður í lánin samkvæmt ákæru sérstaks saksóknara.

Sigurður sagðist í samtali við fréttastofu að lokinni fyrirtökunni í héraðsdómi í morgun vera saklaus.