Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Sigurður Ingi kjörinn formaður Framsóknar

Mynd með færslu
 Mynd:
Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, var kjörinn formaður Framsóknarflokksins á flokksþingi flokksins sem nú stendur yfir í Háskólabíói. Hann lagði því núverandi formann, Sigmund Davíð Gunnlaugsson, að velli eftir mikil átök á þinginu. Fréttin verður uppfærð innan tíðar.

Sigurður Ingi hlaut 370 atkvæði meðan Sigmundur hlaut 329 atkvæði. Lilja Alfreðsdóttir fékk þrjú atkvæði.