Athugið þessi frétt er meira en 10 ára gömul.

Sigurður Árni Þórðarson vill verða biskup

20.01.2012 - 14:11
Mynd með færslu
 Mynd:
Sigurður Árni Þórðarson, prestur í Neskirkju býður sig fram til biskupsþjónustu og er hann sá þriðji sem vitað er að sækist eftir kjöri til biskups yfir Íslandi.

Kristján Valur Ingólfsson, vígslubiskup í Skálholti og Sigríður Guðmarsdóttir prestur í Guðríðarkirkju hafa þegar gefið kost á sér.  Kosið verður í mars. Sigurður Árni segir að hann vilji beita sér fyrir breytingum og eflingu þjóðkirkjunnar. Létta þurfi af  biskupsembættinu hlutverki framkvæmdastjóra kirkjunnar. Þjóðkirkjan eigi að efla jafnrétti og virkni allra aldurshópa í kirkjunni og Biskup Íslands eigi að  beita sér fyrir jafnri stöðu kvenna og karla.