Sigrún Magnúsdóttir þingflokksformaður

06.06.2013 - 09:56
Mynd með færslu
 Mynd:
Þingflokksfundur er að hefjast hjá Framsóknarflokknum núna klukkan tíu. Á fundinum verður kosinn þingflokksformaður og samkvæmt heimildum fréttastofu verður Sigrún Magnúsdóttir formaður og Ásmundur Einar Daðason varaformaður.

Sigrún var kosin á þing í alþingiskosningunum í vor og er elsti nýliðinn á þingi. Hún var varaþingmaður Ólafs Jóhannessonar 1980 til 82. Þá munu stjórnarflokkarnir hafa skipt með sér þingnefndum og fær Framsóknarflokkurinn fjárlaganefnd, efnahags- og viðskiptanefnd og umhverfisnefnd. Samkvæmt heimildum fréttastofu verður Vigdís Hauksdóttir formaður fjárlaganefndar. 

Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi