Sigríður Lára til FH

Mynd með færslu
 Mynd: Tomasz Kolodziejski - RÚV

Sigríður Lára til FH

29.10.2019 - 17:55
Fótboltakonan Sigríður Lára Garðarsdóttir hefur samið við FH um að leika með liðinu í Pepsi Max-deild kvenna næsta sumar. Sigríður Lára skrifaði undir þriggja ára samning í Kaplakrika í dag.

Sigríður Lára lék með ÍBV í sumar eftir ársdvöl í Noregi þar sem hún varð norskur meistari með Lilleström. Áður hafði Sigríður leikið allan sinn feril með ÍBV en hún á tæplega 150 leiki að baki í efstu deild hér á landi.

Sigríður skrifaði undir fjögurra ára samning við ÍBV við endurkomuna síðasta vor en fékk þeim samningi rift eftir nýliðna leiktíð. Hún semur nú við FH sem eru nýliðar í efstu deild en liðið lenti í öðru sæti fyrstu deildar í fyrra.

Sigríður Lára á 18 landsleiki að baki fyrir Íslands hönd en hún hefur ekki spilað leik fyrir landsliðið síðan í æfingaleikjum við Suður-Kóreu í apríl.