Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Sigmundur mun stærri en Framsókn í Norðaustri

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Vinstri-græn njóta mests fylgis kjósenda í Norðausturkjördæmi samkvæmt fyrstu tölum úr kjördæminu og eru eini flokkurinn þar sem fer yfir 20 prósent. Sjálfstæðisflokkur en næststærstur. Framsóknarflokkurinn missir helming fylgis síns milli kosninga og Miðflokkurinn, sem leiddur er af Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, fyrrverandi formanni flokksins, reynist mun stærri en Framsóknarflokkurinn samkvæmt fyrstu tölum.

Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra og fyrrverandi formaður Viðreisnar, er fallinn af þingi samkvæmt þessu. Flokkurinn fær innan við eitt prósent atkvæða samkvæmt fyrstu tölum og er langt frá því að koma inn manni í kjördæminu.

Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri-grænna, verður samkvæmt þessu fyrsti þingmaður kjördæmisins og Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra verður annar þingmaður kjördæmisins. Næstir koma Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, og Bjarkey Olsen. Þórunn Egilsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, verður að sætta sig við að vera sjötti þingmaður kjördæmisins og hefur það ekki áður gerst að oddviti Framsóknarflokksins sé svo neðarlega.

Brynjólfur Þór Guðmundsson
Fréttastofa RÚV