Sigmundur lýsti því yfir á Facebook-síðu sinni nú skömmu fyrir hádegi að hann væri reiðubúinn til að rjúfa þing ef þingmenn Sjálfstæðisflokksins treystu sér ekki til að styðja ríkisstjórnina við „að ljúka sameiginlegum verkefnum,“ ríkisstjórnarinnar.
Nú í morgun átti ég mjög góðan fund með Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins. Við ræddum árangur ríkisstj...
Posted by Sigmundur Davíð Gunnlaugsson on 5. apríl 2016
Sigmundur átti fund með Bjarna Benediktssyni, fjármálaráðherra, í morgun. Þeim fundi lauk á ellefta tímanum. Engar upplýsingar hafa fengist hvar fundurinn fór fram né hvað fór fram á fundinum sjálfum. Guðlaugur Þór Þórðarsson, varaformaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, sagði í samtali við fréttastofu að ekki væri búið að boða þingflokkinn á fund - hann ætti þó von á því að það gerðist í dag.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, flýtti för sinni frá Bandaríkjunum og kom til landsins í morgun.
RÚV verður með beina útsendingu frá Bessastöðum í hádeginu.