Siglfirðingar fagna sólinni í dag

28.01.2020 - 12:02
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV - Ágúst Ólafsson
Í dag er sólardagurinn á Siglufirði. Þá fagna íbúarnir því að sólin skín þar í fyrsta sinn síðan um miðjan nóvember. Siglfirðinga sporðrenna um 2000 sólarpönnukökum í dag.

Sólardagurinn á Siglufirði er jafnan mikil hátíð og áralöng hefð hjá Siglfirðingum að fagna fyrstu sólaruppkomu ársins.

Þá baka félagar í Sjálfsbjörgu sólarpönnukökur og selja í fyrirtæki og heimili. Og þegar Siglfirðingar hafa sótt sínar pönnukökur, hafa í kringum tvöþúsund pönnukökur farið frá Sjálfsbjargarfélögum um allan bæ.

Grunnskólabörn á Siglufirði fagna einnig þessum fyrsta sólardegi ársins. Þá fara þau í skrúðgöngu í sólarlitum og stilla sér að lokum upp í stórum hópi á kirkjutröppunum og syngja þar sólarsöngva.

agusto's picture
Ágúst Ólafsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi