Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Sigga Lund - Springsteen og Clash

Mynd með færslu
 Mynd: Rás 2

Sigga Lund - Springsteen og Clash

07.06.2019 - 16:23

Höfundar

Gestur þáttarins að þessu sinni er útvarpskonan Sigga Lund sem við þekkjum úr helgardagskrá Bylgjunnar.

Sigga mætir með uppáhalds ROKKplötuna sína kl. 21.00.

Plata þáttarins er svo Born in the USA, sjöunda hljóðversplata Bruce Springsteen sem varð 35 ára sínu í vikunni, hún kom út 4. Júní árið 1984 þegar Bruce var 35 ára gamall.

Spingsteen á öll lög þessarar merku plötu sem var tekin upp í The Power Station og The Hit Factory í New York með upptökustjórunum Chuck Plotkin og Jon Landau.

Born in the USA er hljómsveitarplata – þetta er Bruce og E-street bandið eins og það gerist best.

Platan fékk gríðarlega góða dóma og seldist alveg svakalega vel þegar hún kom út og sjö af 12 lögunum plötunar komu út á smáskífum (litlum plötum) 1984 og 5.

Brúsi fylgdi plötunni eftir með miklu tónleikaferðalagi um allan heim og hún er hans mest selda plata auk þess að vera ein mest selda plata sögunnar, hefur selst í meira en 30 milljónum eintaka.

Hún er líka á fjölda lista yfir bestu plötur sögunnar og hún var tilnefnd til Grammy-verðlauna 1985 í flokknum plata ársins. Þar voru líka tilnefndar t.d. Purple rain með Prince og Private dancer með Tinu Turner. Það var aftur á móti Lionel Ritchie sem hreppti verðlaunin fyrir plötuna sína Can´t slow down sem hefur að geyma lög eins og All night long, Penny lover, Stuck on you og Hello.

Við heyrum nokkur lög af Born in the USA í Füzz í kvöld.

Óskalagasíminn verður opnaður (5687-123) um kl. 20 og A+B er svo að þessu sinni með The Clash – I fought the law

Og þettta spiluðum við svo í kvöld:
Eilíf Sjálfsfróun - Einræðisherra götunnar
Dimma - Þungur kross
Stevie Ray Vaughan - Scuttle buttin
Beebe & The Bluebirds - Dance with me
Patti Smith - Glitter in their eyes
Robert Plant - Rainbow
Grateful Dead - Scarlet begonias
Glenn Hughes - Heavy
SÍMATÍMI 
Bruce Springsteen - Born in the USA (plata þáttarins)
Bitch Falcon - Of heart
Egó - Engill ræður för (óskalag)
Severija - Zu Asche, Zu Staub (Psycho Nikoros) – (Official Babylon Berlin O.S.T.) (óskalag)
Rammstein - Radio 
Humble Pie - Desperation (óskalag)
Þursaflokkurinn - Pínulítill karl (óskalag)
Bruce Springsteen - I´m on fire (plata þáttarins)
UM PLÖTU ÞÁTTARINS
Bruce Springsteen - No surrender (plata þáttarins)
Fountains D.C. - Big
SIGGA LUNDA GESTUR FÜZZ
Beatles - Can´t buy me love
SIGGA LUND II
Coldplay - Adventures of a lifetime
SIGGA LUND III
Coldplay - A head full of dreams
Nashville Pussy - Go motherfucker go! (óskalag)
Bruce Springsteen - Dancing in the dark (plata þáttarins)
Europe - Final countdown (óskalag)
A+B
The Clash - I fought the law (A)
The Clash - White man in Hammersmith palais (B)
Primal Scream - It´s alright, it´s ok
Vintage Caravan - The chain
Mugison - I´m a wolf
Chrissie Hynde feat. Neil Young - Down the wrong way

Tengdar fréttir

Tónlist

Bogi Ágústsson - Led Zeppelin og R.E.M.

Tónlist

Þorleifur Gaukur - AC/DC og Kiss

Tónlist

Magný - Maiden og Stones

Tónlist

Vigga, Stone Temple Pilots og svitabands-rokk