Athugið þessi frétt er meira en 9 ára gömul.

Síðustu leyfin til olíuleitar veitt

22.01.2014 - 15:04
Mynd með færslu
 Mynd:
Um 60 til 70 manns mótmæltu fyrir utan Þjóðmenningarhúsið í dag í tilefni þess að skrifað var undir síðustu leyfisveitingarnar fyrir olíuleit á drekasvæðinu. Mótmælendurnir voru meðal annars með skilti sem á stóð Enga olíuvinnslu og Olíulaust Ísland.

Mótmælendur telja að olíuleit á norðurslóðum stangist á við skuldbindingar Íslands í loftslagsmálum og ógni lífríki á svæðinu. Þrjú fyrirtæki fengu leyfi til olíuleitar í dag, eitt íslenskt, eitt norskt og eitt kínverskt.