Síðustu eldarnir slökktir á næstu dögum

10.02.2020 - 07:57
epa08207309 Flood water inundate a road in Dalby, Queensland, Australia, 10 February 2020. Flood water has started to recede after Myall Creek which runs through the town broke its banks on 09 February, after heavy rain.  EPA-EFE/DAN PELED AUSTRALIA AND NEW ZEALAND OUT
 Mynd: EPA-EFE - AAP
Yfirvöld í Nýja Suður-Wales í Ástralíu segjast gera ráð fyrir að síðustu eldarnir sem geisað  hafa þar undanfarna mánuði verði slökktir á næstu dögum.

Gríðarleg úrkoma hefur verið í Queensland og Nýja Suður-Wales, hin mesta í tvo áratugi, og hefur hún slökk marga elda síðustu daga.

Enn loga þó um þrjátíu eldar í Nýja Suður-Wales, en yfirvöld segjast gera ráð fyrir að þeir verði slökktir þegar úrkomusvæðið færist suður á bóginn. Líklegt sé að allir eldarnir verði slökktir fyrir vikulok.

Vegna úrkomunnar hafa ár flætt yfir bakka sína og víða orðið tjón af þeim sökum. Um 90.000 heimili voru rafmagnslaus í morgun.

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi