Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Síðasti Súmötrutarfurinn í Malasíu dauður

28.05.2019 - 04:51
epa05011962 An eight-year-old Sumatran Rhino named 'Harapan' wallows shortly after it was officially handed over to Indonesian authorities at the Sumatran Rhino Sanctuary in the Way Kambas National Park, Lampung province, Indonesia, 05 November 2015. The US-born endangered rhino was recently sent from the Cincinnati Zoo and Botanical Garden, in Cincinnati, Ohio, USA, on a mission to save its species from extinction.  EPA/STR
Súmötru-nashyrningstarfur í Indónesíu. Mynd: EPA
Síðasti Súmötru-nashyrningstarfurinn í Malasíu er dauður, og er aðeins ein kýr eftir af stofninum í landinu. Súmötrunashyrningar eru fámennasti hópur nashyrninga í heiminum. Þeir voru úrskurðaðir útdauðir sem villt dýr í Malasíu árið 2015, en nokkrir tugir dýra finnast á indónesísku eyjunum Súmötru og Borneó.

Dauði tarfsins setur þrýsting á tilraunir dýraverndunarsinna sem vilja reyna að gera glasafrjóvgun til þess að búa til afkvæmi eftirlifandi kýrinnar í Malasíu og tarfs frá Indónesíu. Guardian hefur eftir Augustine Tuuga, stjórnanda dýraeftirlitsins í Sabah í Malasíu, að kýrin geti ekki orðið þunguð vegna vandamála í legi, en hún geti framleitt egg. Hann segir að það eina sem stofnunin geti gert sé að hugsa vel um síðasta nashyrninginn, og reyna að vinna með Indónesíu að fjölgun.
 

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV