Síðasti Súmötru-nashyrningstarfurinn í Malasíu er dauður, og er aðeins ein kýr eftir af stofninum í landinu. Súmötrunashyrningar eru fámennasti hópur nashyrninga í heiminum. Þeir voru úrskurðaðir útdauðir sem villt dýr í Malasíu árið 2015, en nokkrir tugir dýra finnast á indónesísku eyjunum Súmötru og Borneó.