Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Síðasti kvenkyns hvíti gíraffinn drepinn

11.03.2020 - 21:52
Mynd með færslu
 Mynd: Hirola Conservation
Talið er að veiðiþjófar í Kenýu hafi drepið síðasta kvenkyns hvíta gíraffann í heiminum og kálf hennar á dögunum. Hræin fundust í austurhluta Kenýa, að því er dýraverndarsamtökin Hirola Conservation greindu frá í tilkynningu í gær.

Aðeins einn hvítur gíraffi er eftir í heiminum, karldýr í Kenýa. Yfirvöld í Kenýa hafa ekki haft hendur í hári veiðiþjófanna. Dýraverndarsinnar segja að síðast hafi sést til gíraffanna tveggja fyrir um mánuði. Tilvist þeirra uppgötvaðist árið 2017 eftir ábendingar frá fólki sem býr á svæðinu. Síðan þá hafa samtökin unnið að verndun dýranna.

dagnyhe's picture
Dagný Hulda Erlendsdóttir