Síðan Skein Sól í 30 ár

Tónaflóð á Menningarnótt 2017
 Mynd: Freyja Gylfadóttir - RÚV

Síðan Skein Sól í 30 ár

12.07.2018 - 00:20

Höfundar

Í Konsert kvöldins rifjum við upp 30 ára afmælistónleika Síðan Skein Sól sem fóru fram í Háskólabíó 25. mars 2017

Tilefnið er 60 ára afmæli Helga Björns sem var á þriðjudaginn.

Helgi ætlar að halda upp á þessi tímamót með stórtónleikum í Laugardalshöll laugardagskvöldið 8. September og þar verður öllu tjaldað til. Helgi verður með stóra frábæra hljómsveit með sér og gestasöngvarana Emmsjé Gauta, Högna og Röggu Gísla.

Helgi var líka með upphitunarveislu í Popplandi í std. 12 á afmælisdaginn þegar hann spilaði nokkur lög fyrir boðsgesti sem nældu sér í miða á Rás 2.

En hljómsveitin hans Helga, Síðan Skein Sól, hélt upp á 30 ára afmæli fyrir rúmum tveimur árum, laugardaginn 25. mars 2017, nákvæmlega 30 árum eftir að fyrstu tónleikarnir voru haldnir (25. mars 1987). Sólin spilaði líka á nokkrum tónleikum fyrir norðan, á Akureyri og Siglufirði, og svo voru tvennir tónleikar í Háskólabíó þetta laugardagskvöld í mars.

Á sviðinu voru Helgi Björns, gítarleikarinn Eyjó, bassaleikarin Jakob Smári og trommarinn Ingó, en þannig skipuð gerði hljómsveitin fyrstu plöturnar:

1988: Síðan Skein Sól
1989: Ég stend á skýi
1990: Halló ég elska þig
1991: Klikkað

Svo komu fleiri plötur og liðsskipan breyttist –

1992: Toppurinn)
1993: SSSól
1994: Blóð
1999: 88-99 safnplata

Með þeim fjórum á sviðinu voru svo Stefán Már Magnússon gítarleikari og hljómborðsleikarinn Hrafn Thoroddsen, Atli Örvarsson kvikmyndatónskáld á píanó og harmonikku. Helgi Svavar Helgason á slagverk og svo þrír blásarar; Samúel Jón Samúelson básúna, Kjartan Hákonarson á trompet og Jóel Pálsson á saxófón.

Það var smekkfullt og uppselt á báða tónleikana laugardagskvöldið 25. Mars en þeir fyrri voru hljóðritaðir fyrir Rás 2 og heyrast í Konsert vikunnar. Síðan Skein Sól 30 ára! Í tilefni af sextugsamæli Helga Björns.

Tengdar fréttir

Tónlist

Sweden Rock og Roskilde

Tónlist

Iron & Wine í Genf

Tónlist

Neil í Roxy og Zeppelin í Forum

Tónlist

Bubbi í Borgarleikhúsinu 2008