Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

SGS skrifar undir samninga við sveitarfélög

16.01.2020 - 15:08
Mynd með færslu
 Mynd: Þórdís Arnljótsdóttir - RÚV
Starfsgreinasambandið og samningarnefnd sveitarfélaga ætla að skrifa undir samninga nú á fjórða tímanum. Til stóð að fundur hæfist klukkan þrjú en fulltrúar sveitarfélaganna töfðust. 

Samningaviðræður hafa staðið yfir milli sautján aðildarfélaga sambandsins og sveitarfélaga undanfarið. Verkalýðsfélag Akraness sem er í Starfsgreinasambandinu skrifaði undir kjarasamning við Akraneskaupstað og Hvalfjarðarsveit í síðustu viku. 

Samningafundur Eflingar og Reykjavíkurborgar hófst hjá sáttasemjara klukkan eitt. Atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun Eflingarfólks hjá borginni hefst á þriðjudaginn. 
 

Jón Hákon Halldórsson
Fréttastofa RÚV
Þórdís Arnljótsdóttir
Fréttastofa RÚV