Sex í gæsluvarðhaldi fyrir skipulagða brotastarfsemi

19.01.2020 - 21:16
Mynd með færslu
 Mynd: Birgir Þór Harðarson
Sex hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til loka þessa mánaðar í tengslum við rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á skipulagðri brotastarfsemi. Rannsóknin snýr meðal annars að framleiðslu fíkniefna og peningaþvætti. Mennirnir sex voru handteknir í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu en farið var í húsleit á fjölmörgum stöðum á höfuðborgarsvæðinu þar sem lagt var hald á fíkniefni, vopn og fjármuni.

Lögreglan segist ekki ætla að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu. Fimm mannanna verða í gæsluvarðhaldi til 31. janúar en einn til 27. janúar, allir á grundvelli rannsóknarhagsmuna.  

freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV