Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Sex flutt á slysadeild eftir þriggja bíla árekstur

04.12.2019 - 23:55
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Sex voru flutt á slysadeild til aðhlynningar eftir þriggja bíla árekstur á Kjalarnesi í kvöld. Að sögn varðstjóra slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu er ekki vitað að svo stöddu hversu slasað fólkið er. Einn bílanna lenti utan vegar eftir áreksturinn.

Samkvæmt Vegagerðinni eru hálkublettir og éljagangur á Kjalarnesi.
 

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV