Athugið þessi frétt er meira en 11 ára gömul.

Sex bækur Áslaugar koma út í Kína

31.08.2012 - 09:11
Mynd með færslu
 Mynd:
Sex bækur úr bækur úr skrímslaseríu Áslaugar Jónsdóttur og félaga komu út í Kína í gær. Sama dag tók Áslaug þátt í norrænni málstofu á Bókamessunni í Peking sem er sú stærsta sinnar tegundar í Kína. Þetta kemur fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu.

Bókamessan er haldin í nítjánda skipti í ár. Í fyrra tóku 1.800 fyrirtæki og stofnanir þátt í sýningunni og skrifað var undir tæplega 3.000 útgáfusamninga. Í ár má gera ráð fyrir álíka mörgum eða fleiri þátttakendum.

Bókamessan stendur yfir dagana 29. ágúst til 2. september.