Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Setja viðskiptaþvinganir á Íran og Rússland

epa05779135 The US Capitol Building is seen at sunset shortly before the Senate voted to confirm Jeff Sessions as US Attorney General, on Capitol Hill in Washington, DC, USA, 08 February 2017. The Senate confirmed US President Donald J. Trump's pick
 Mynd: EPA
Öldungabeild bandaríska þingsins samþykkti í dag frumvarp um viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi og Íran.

Frumvarpinu, sem samþykkt var með stuðningi þvert á flokkslínur í þinginu, er ætlað að láta Íran gjalda fyrir „viðvarandi stuðning við hryðjuverk.“ Því er einnig beint gegn Vladímír Pútín Rússlandsforseta vegna afskipta Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum á síðasta ári. 

Með frumvarpinu verður einnig erfiðara fyrir Donald Trump Bandaríkjaforseta að vinda ofan af þvingununum. „Allar hugmyndir forsetans um að hann geti aflétt þvingunum upp á eigin spýtur eru gerðar að engu með þessari löggjöf,“ segir Chuck Schumer, hátt settur öldungardeildarþingmaður demókrata.

Gunnar Dofri Ólafsson