Athugið þessi frétt er meira en 9 ára gömul.

Séra Þorgeir Arason skipaður sóknarprestur

Mynd með færslu
 Mynd:
Biskup Íslands hefur skipað séra Þorgeir Arason í embætti sóknarprests í Egilsstaðaprestakalli og Ólöfu Margréti Snorradóttur guðfræðing í embætti prests. Níu manna valnefnd prestakallsins fjallaði um valið og skilaði niðurstöðum sínum til biskups.