Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Semja lög um perverta og pólítík

Mynd með færslu
 Mynd: Shame - YouTube

Semja lög um perverta og pólítík

23.10.2019 - 16:25

Höfundar

Shame er alvöru pönkhljómsveit af gamla skólanum en hún kemur fram í fyrsta sinn á Íslandi á Iceland Airwaves sem fram fer 6.-9. nóvember. Poppland heldur áfram daglegri umfjöllun sinni um listamenn hátíðarinnar og í dag er breska rokkbandið Shame tekið fyrir.

Rokksveitinni Shame hefur verið líkt við The Doors, Sleaford Mods og Pixies. Eddie Green, Charlie Forbes, Josh Finerty, Sean Coyle-Smith og Charlie Steen, stofnuðu hljómsveitina fyrir nokkrum árum síðan og gáfu út sína fyrstu þröngskífu, Gone Fisting, árið 2014. Þessir gólandi rokkarar frá Suður-London semja lög um perverta, pólítík og eigið óöryggi. 

Aðalsöngvarinn, Charlie Steen  hefur vakið athygli fyrir að afklæðast og slá sig með hljóðnemanum á tónleikum, minnir á The Streets með dassi af Mark E. Smith, og jafnframt fágun eins og Johnny Marr. „Ég held að hugmyndin um leðurjakkaklædda kvennabósann, eiturlyfjagraðkandi rokkstjörnu ætti að vera brennd,“ segir hinn tvítugi Charlie Steen, í viðtali við The Guardian.

Hljómsveitin varð til þegar liðsmenn hennar kynntust á táningsárunum í gegnum sameiginlega vini, og voru þá hver í sinni hljómsveitinni. Þeir sameinuðust í Shame og hafa síðan troðið upp víða í Bretlandi og lönduðu samning hjá hinu virta útgáfufyrirtæki Dead Oceans. 

Þeir mynduðu eins konar kjarna sem hefur vantað í breska tónlist í allnokkurn tíma: spennandi, unglegt gítarglamur. Fyrsta plata hljómsveitarinnar, Songs of Praise kom út snemma árs 2018 og hefur hlotið góða gagnrýni frá ritum þar á meðal NME, Paste og Clash. Þetta er alvöru pönkhljómsveit af gamla skólanum. Og þeir hafa verið í tónleikaferðalagi með þessa plötu síðastliðið ár

Rokksveitin Shame kemur fram á Iceland Airwaves í fyrsta sinn föstudaginn 8. nóvember í Gamla bíói.

Tengdar fréttir

Popptónlist

Kanadíski indíkúrekinn snýr aftur

Tónlist

Angurværar tregavísur um hinsegin ástir

Tónlist

Draumkennd lög um kynlíf og eiturlyf