Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Semja leiðinleg lög fyrir gott málefni

Mynd með færslu
 Mynd: Samsett mynd - RÚV

Semja leiðinleg lög fyrir gott málefni

22.09.2017 - 09:30

Höfundar

Hlustendum Rásar 2 gefst í dag kostur á að kaupa lög í spilun og kaupa í burtu lög sem þeim er ekki að skapi. Af þessu tilefni hafa nokkrir af vinsælustu tónlistarmönnum landsins samið einstaklega leiðinleg lög.

Í dag, föstudaginn 22. september, fer í loftið söfnunarþátturinn Byggjum von um betra líf á Rás 2 en hann er liður í hinu árlega átaki Á allra vörum, sem að þessu sinni beinir sjónum að Kvennaathvarfinu og uppbyggingarstarfi þess. Allur ágóði þáttarins rennur til söfnunarinnar.

Þeir Andri Freyr og Doddi litli standa vaktina á Rás 2 frá klukkan 12.45 til 16.00 og taka á móti óskalögum sem hlustendur hafa borgað fyrir. Öllum er frjálst að kaupa inn lög, og kaupa út lög. Í von um að sem flestir leggi góðu málefni lið hafa þau Friðrik Dór, Hildur, Elíza Newman og Mugison samið mjög leiðinleg lög, sem landsmenn eru hvattir til að kaupa í burtu sem fyrst.

Lögin eru:
Mugison – Gargan
Elíza Newman – Millistéttar drama
Hildur – Ukulele lagið
Friðrik Dór – Ævintýralandið

Þátturinn verður í beinni útsendingu föstudaginn 22. september á Rás 2 , og í hljóði og mynd á RÚV.is. Söfnunin heldur áfram á RÚV og í Sjónvarpi Símans á laugardagskvöldið