Athugið þessi frétt er meira en 10 ára gömul.

Selfyssingar hætta í óeirðalögreglu

27.09.2011 - 13:27
Lögreglumenn á Selfossi hafa ákveðið að segja sig úr mannfjöldastjórnunarhópi embættisins, sem kallaður er út ef til óeirða kemur. Níu lögreglumenn á Selfossi hafa fengið þjálfum til þessara starfa og hafa þeir allir ákveðið að segja sig úr hópnum.

Lögreglumenn á Selfossi hafa ákveðið að segja sig úr mannfjöldastjórnunarhópi embættisins, sem kallaður er út ef til óeirða kemur. Níu lögreglumenn á Selfossi hafa fengið þjálfum til þessara starfa og hafa þeir allir ákveðið að segja sig úr hópnum. 

Áður hafa lögreglumenn á Suðurnesjum, Akureyri og Akranesi lýst yfir að þeir hyggist segja sig frá störfum óeirðalögreglu til að mótmæla bágum kjörum og niðurstöðu gerðadóms.