Seldi gjaldeyri fyrir 8 milljarða á einni viku

18.03.2020 - 06:16
Mynd með færslu
 Mynd: Anton Brink - RÚV
Seðlabanki Íslands seldi gjaldeyri fyrir átta milljarða íslenskra króna í síðustu viku og hefur ekki selt jafn mikinn gjaldeyri í rúman áratug. Var þetta gert til að sporna gegn umtalsverðri lækkun krónunnar gagnvart helstu gjaldmiðlum að undanförnu.

Fréttablaðið greinir frá. Í frétt blaðsins kemur fram að Seðlabankinn hafi selt gjaldeyri fyrir 3.6 milljarða króna á föstudaginn í síðustu viku, meira en nokkru sinni fyrr á einum degi, að minnsta kosti frá hrunárinu 2008. Til samanburðar seldi Seðlabankinn gjaldeyri fyrir 11,9 milljarða allt árið í fyrra. Gengi krónunnar hefur engu að síður haldið áfram að lækka nokkuð rösklega og hefur það nú lækkað um rúm 12 prósent gagnvart evrunni frá áramótum. 

 

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi