Athugið þessi frétt er meira en 8 ára gömul.

Segja tal um breiða sátt innantómt

26.11.2014 - 18:08
Mynd með færslu
 Mynd:
Náttúruverndarsamtök Íslands segja að ummæli Rögnu Árnadóttur, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, um að ná breiðri sátt um hvernig nýta megi orkuauðlindirnar innantóm. Samtökin segja þetta í ljósi þess að fjöldi virkjanakosta Landsvirkjunar er í verndarflokki.

Í tilkynningu frá Náttúruverndarsamtökunum eru virkjanakostirnir Landsvirkjunar gagnrýndir og Norðlingaölduveita sett sérstaklega fram, í ljósi þess að Þjórsárver séu í verndarflokki. 

„Auk miðlunarlóns í Þjórsárverum eru tveir aðrir virkjunarkostir í verndarflokki á lista Landsvirkjunar, Bjallárvirkjun og Tungnárlón. Tal Landsvirkjunar um að ná breiðri sátt er því innantómt," segja samtökin.