Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Segja götur lokaðar of lengi

28.04.2015 - 16:50
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Minnihlutinn í umhverfis-og skipulagsráði Reykjavíkurborgar telur að tæplega hálft ár sé of langur tími til að vera með valdar göngugötur í miðborginni. Til stendur að hafa Pósthússtræti við Kirkjustræti og fleiri götur lokaðar fyrir bílaumferð frá 1. maí fram í október.

 

Í bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins segir að innleiða þurfi svona breytingar í eðlilegum áföngum en ekki stórum stökkum. Líklegt sé að með götur lokaðar næstum hálft árið verði veðurfar þannig að marga daga tímabilsins verði fólk lítið utandyra - það muni mögulega bitna á rekstraraðilum við lokaðar götur. Þeir telja því rétt að halda sig áfram við þriggja mánaða lokun.

Fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, segir í bókun sinni að lokun í fimm mánuði, sé of langt tímabil.