Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Segja bóluefni gegn ebólu haldið frá Kongó

epa07802966 Health workers carry the coffin of an Ebola victim Kakule Mbusa Desire, in Beni, North Kivu province, Democratic Republic of the Congo, 29 August 2019. Kakule was infected in the village of Kyanzaba between the towns of Beni and Mangina and passed away on 28 August in a Beni Ebola treatment center. The death toll from the DR Congo's Ebola epidemic, an outbreak declared a global health emergency by the World Health Organisation (WHO), is expected to pass two thousand soon.  EPA-EFE/HUGH KINSELLA CUNNINGHAM
Heilbrigðisstarfsmenn í Kongó bera lík nýlátins ebólusjúklings til grafar í Norður-Kivu héraði Mynd: epa
Alþjóðlegu hjálparsamtökin Læknar án landamæra saka Alþjóðaheilbrigðisstofnunina um að skammta Kongómönnum of naumt af bóluefni gegn ebólu. Um 2.100 manns hafa dáið úr þessari skæðu pest í yfirstandandi faraldri, þeim næst-mannskæðasta sem upp hefur komið.

„Eitt aðal vandamálið núna er sú staðreynd að bóluefni er í raun skammtað af Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni og of fátt fólk í áhættuhópi fær nauðsynlega vernd," segir í yfirlýsingu samtakanna. Þau vilja að sett verði á laggirnar sjálfstæður, fjölþjóðlegur stýrihópur til að „tryggja gagnsæi í birgðastjórn og upplýsingagjöf."

Um 225.000 hafa verið bólusett gegn ebólu með bóluefni frá þýska lyfjaframleiðandanum Merck síðan faraldurinn gaus upp í fyrra sumar en Læknar án landamæra segja það allt of lítið. „Hægt væri að bólusetja allt að 2.000 til 2.500 manns á dag, í stað þeirra 50 til 1.000 sem verið er að bólusetja þessa dagana," segir í yfirlýsingunni.

„Tilraunir Lækna án landamæra til að auka aðgengi að bólusetningu í samstarfi við heilbrigðisráðuneytið hafa strandað á stífum reglum um úthlutun bóluefnis, sem settar eru af Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni. Ástæðurnar fyrir þessu," segir í yfirlýsingunni, „eru óljósar." Bóluefnið sem notað er hafi sýnt sig í að vera hvorutveggja öruggt og skilvirkt og framleiðandi þess lýst sig reiðubúinn að útvega miklu meira af því. Skortur á áreiðanlegu bóluefni geti því ekki verið skýringin á þessari tregðu Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar til að dreifa því.

Stofnunin neitar ásökunum samtakanna um að hún takmarki aðgengi að bóluefninu og segist í yfirlýsingu „gera allt sem í [hennar] valdi stendur" til að binda enda á faraldurinn.