Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Segist hafa mútað núverandi forseta Mexíkó

FILE - In this Jan. 8, 2016 file photo, Mexican drug lord Joaquin "El Chapo" Guzman is escorted by army soldiers  to a waiting helicopter, at a federal hangar in Mexico City, after he was recaptured from breaking out of a maximum security prison
 Mynd: AP
Verjendur Joaquíns Guzmán Loera, leiðtoga mexíkósku Sinaloa-glæpasamtakanna, sögðu fyrir rétti í New York í Bandaríkjunum í kvöld að Guzmán og hans menn hefðu mútað bæði núverandi forseta Mexíkó og forverum hans. Mikil öryggisgæsla var í og við réttarsalinn í dag en búist er við að réttarhöldin standi næstu daga.

Saksóknarar í málinu segjast vera með sönnunargögn sem tengja Guzmán, sem er oftast kallaður El Chapo eða sá stutti, við 33 morð og smygl á yfir tvö hundruð tonnum af fíkniefnum til Bandaríkjanna. Hann var handtekinn fyrir tveimur árum en hafði þá verið á flótta í nokkra mánuði eftir að hann strauk úr fangelsi í Mexíkó. Hann var síðar framseldur til Bandaríkjanna.