„Ég held að ef við leggjum jafn mikið effort og jafn mikinn í pening í að hjálpa fólki sem vill búa á ákveðnum stöðum í að þróa atvinnulífið í þá átt sem það vill, þá gætum við skapað miklu fleiri störf og ánægju til langframa á þessum svæðum. Frekar heldur en að koma með einu stóru lausnina, eina stóra verksmiðju sem sogar til sín allan kraft og alla sköpunargáfu. Ég held að það sé ekki rétt leið til að fara,“ segir Auður.
Auður segir jafnframt að svæðið sem þjóðgarður gæti skapað fleiri störf á svæðinu. Hlut svæðisins er þegar á náttúruminjaskrá en tillaga Náttúrufræðistofnunar stækkar svæðið umtalsvert og spannar meðal annars fyrirhugað virkjunarsvæði Hvalárvirkjunar.
„Virkjunarmál verið mikil ágreiningsmál síðustu 100 ár. Deilurnar hafa harðnað. Þetta er gífurlega verðmætt svæði verndað og þeir sem að ekki ætla að virkja hafa viðurkennt það að þarna verða engin störf þegar virkjunin er risin. Þarna erum við ekki að tala um raunverulega uppbyggingu á störfum. Á meðan að þjóðgarður eða verndun á einhvern hátt gætu skapað fleiri störf sem yrðu varanleg á svæðinu,“ fullyrðir Auður.
Auður telur að áskorun Landverndar til umhverfisráðherra setji hann ekki í klemmu í ljósi þess að hann hafi áður starfað sem framkvæmdastjóri Landverndar. „Ég held að við séum ekkert að setja hann í klemmu. Við vitum alveg hvar hans hjarta slær. Hann myndi vilja láta verða af þessari friðlýsingu hvort sem að hvatning kæmi frá okkur eða ekki,“ segir Auður.