
Segir karlráðherra stara á rassinn á þingkonum
Í Facebook-hópnum eru hundruð kvenna sem hafa starfað að stjórnmálum. Frásögnin er ein af 136 sem birtast í skjali sem hópurinn hefur sent á fjölmiðla. Skjalið má lesa hér.
„En mig langaði að nefna eitt sem mér hefur fundist óþægilegt á þingi en það er þegar þingkonur stíga í pontu og karlaráðherrarnir á ráðherrabekknum horfa upp og niður eftir rassinum á konunum í pontu. Ég hef séð þetta gerast ótal sinnum þegar stöllur mínar á þinginu standa og flytja ræður sínar og ég er alltaf ofur-meðvituð um þetta þegar ég stíg í pontuna í staðinn fyrir að einbeita mér 100% að því sem ég er að segja. Ég ætla ekki að nefna nöfn á þeim karlaráðherrum sem eru verstir með þetta en það er auðvelt að finna út úr því. Þetta er fullkomlega óviðeigandi hegðun og til þess gert að niðurlægja konur og taka þær á taugum. En er auðvitað svo ótrúlega afhjúpandi fyrir störu-karlana.“