Segir Íslendinga „ruglaða“ fyrir stærð Hörpu

Mynd með færslu
 Mynd: rúv núll

Segir Íslendinga „ruglaða“ fyrir stærð Hörpu

31.10.2019 - 19:21
Portúgalski tónlistarmaðurinn og sigurvegari Eurovision 2017, Salvador Sobral, heldur tónleika í Hörpu annað kvöld. Hann segir húsið risastórt en hlakkar mikið til að koma fram á tónleikunum.

Vilhelm Neto dagskrárgerðarmaður á RÚV núll, sem sjálfur er frá Portúgal, hitti Salvador í stúdíó 12 í dag og spjallaði við hann um Portúgal, íslenskan saltfisk, hvaðan hann sækir innblástur og tónleikana framundan. Þá tók Salvador lag af nýútkominni plötu sinni sem hann fylgir eftir með þessari tónleikaferð. 

Salvador sló í gegn utan heimalandsins þegar hann sigraði Eurovision árið 2017, fyrstur portúgala, með laginu Amar pelois dois. 

Þá má nefna það að Salvador hefur risastóran ás upp í ermi sinni fyrir íslenska áhorfendur á tónleikunum á morgun, sem þó má ekki segja frá fyrr en að þeim afstöðnum. 

Viðtalið má sjá í fullri lengd hér að neðan en einnig má sjá styttri útgáfu í þætti kvöldsins af Menningunni á RÚV. 

 

Tengdar fréttir

Popptónlist

Salvador Sobral í íslenskum flutningi