Segir hættu á „loftslagsaðskilnaðarstefnu“

25.06.2019 - 13:10
epa06124212 Emissions are seen from a factory at Broadwater in far northern New South Wales, Australia, 31 July 2017 (issued 04 August 2017. Australian media outlets report, 04 August 2017, that there is doubt Australia will meet emission cuts in the Paris agreement after a report from Australia's National Greenhouse Gas Inventory revealed a trend of increasing emissions in Australia. The level of emissions has reportedly increased since the government repealed a tax on carbon intensive companies in 2014.  EPA/DAVE HUNT  AUSTRALIA AND NEW ZEALAND OUT
 Mynd: EPA - AAP
Philip Alston, sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna í fátæktar- og mannréttindamálum, segir hættu á að ríkt fólk borgi sig frá vandamálum sem fylgi loftslagsbreytingum og fátækari jarðarbúar beri hitann og þungann af afleiðingum þeirra.

Skýrsla Alston um loftslagsbreytingar og fátækt verður kynnt fyrir mannréttindaráði SÞ í Genf á föstudag. Þar kemur fram að áhrif þeirra verði mest á fátækasta fólkið.

Loftslagbreytingar græfu undan grundvallarréttindum hundruð milljóna fólks til lífs, matar, vatns og húsnæðis, sem og til lýðræðis og réttlætis.

Hann segir aðgerðir SÞ, ríkisstjórna, hjálparsamtaka og fyrirtækja í loftslagsmálum alls kostar ófullnægjandi og í engu samræmi við umfang vandans. Mannréttindi séu í mikilli hættu vegna breytinga á loftslagi.

Ríkt fólk geti borgað sig frá hamförum

Hættan sé að loftslagsbreytingar þurrki út 50 ára framfarir í þróunarmálum, heilsufari og baráttunni gegn fátækt. Kostnaðurinn vegna þeirra skiptist afar ójafnt og þróunarríki beri um 75 prósent hans, þrátt fyrir að fátækasti helmingur jarðarbúa beri einungis ábyrgð á 10 prósentum útblásturs koltvísýrings.

Alston telur miklar líkur á að loftslagsbreytingar hafi í för með sér nýja aðskilnaðarstefnu þar sem ríkir borgi til að flýja hækkandi hitastig, hungur og átök á meðan aðrir þjáist af þeim sökum. Hann bendir á að eftir fellibylinn Sandy, sem skall á New York árið 2012, hafi þúsundir fátækari borgarbúar verið án rafmagns og læknisþjónustu meðan höfuðstöðvar fjárfestingabankans Goldman Sachs hafi verið knúnar með rafölum og varðar með sandpokum.

Í skýrslu Alstons segir að alþjóðlegir samningar um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum séu gagnslausir þar sem þeir gangi ekki nógu langt. Einn þeirra fárra sem nefndir eru á nafn í skýrslunni er Donald Trump Bandaríkjaforseti og er hann gagnrýndur harðlega fyrir að skipa fulltrúa hagsmunahópa sem berjast gegn aðgerðum í loftslagsmálum í stjórn sína.

Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, er einnig gagnrýndur fyrir loforð sín um að heimila námagröft í Amazon-frumskóginum.

thorvardurp's picture
Þorvarður Pálsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi