Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Segir fallist á öll sjónarmið saksóknara

18.12.2018 - 13:08
Mynd:  / 
Björn Þorvaldsson saksóknari segir að dómarinn í peningaþvættismáli Júlíusar Vífils Ingvarssonar hafi fallist á öll sjónarmið ákæruvaldsins. „Já, mér sýnist það,“ segir Björn. Júlíus Vífill var dæmdur í tíu mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára. Björn segir að niðurstaðan sé í nokkurn veginn í takti við það sem hann hafi búist við.

Spurður hvort ákæruvaldið muni una niðurstöðunni eða áfrýja henni til æðra dómstigs, segist Björn telja að henni verði örugglega unað. „Það er reyndar Ríkissaksóknara að meta en ég reikna með að við munum una þessari niðurstöðu.“

Fréttastofa heyrði stuttlega í Birni eftir dómsuppsöguna nú á tólfta tímanum. Sjá má viðtalið í spilaranum hér að ofan.

Valgeir Örn Ragnarsson
Fréttastofa RÚV
stigurh's picture
Stígur Helgason
Fréttastofa RÚV