Segir að hættan af COVID-19 hafi verið vanmetin

18.03.2020 - 08:03
epa08302074 European Commission President Ursula Von Der Leyen gives a joint press conference with (not pictured) European Council President Charles Michel after a video conference of the European Council on EU action on Coronavirus, COVID-19, at the European Council, Brussels, Belgium, 17 March 2020. EU member states promised to provide 'Whatever it takes' in assistance to European economy to counter the effects of the coronavirus crisis, EU Council President Charles Michel said after a video conference call summit.  EPA-EFE/STEPHANIE LECOCQ
Ursula van der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Mynd: EPA-EFE - EPA
Stjórnmálamenn vanmátu hættuna af COVID-19 kórónaveirufaraldrinum, en nú er ljóst að hann mun halda mönnum við efnið í langan tíma.

Þetta sagði Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, í viðtali við þýska blaðið Bild, sem birt var í morgun. Hún sagði að í dag þyrfti að grípa til ýmissa ráðstafana sem taldar hefðu verið fráleitar fyrir hálfum mánuði eða þremur vikum. 

Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur talað um baráttuna við kórónaveirufaraldurinn sem stríð, en van der Leyen kvaðst sjálf ekki vilja nota það orð, en skilja afstöðu hans og áhyggjur. Nærri 200.000 hafa greinst smitaðir af COVID-19 veirunni á heimsvísu, en um 7.900 hafa látist af völdum hennar.

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi