Formaður fjárlaganefndar Alþingis segir að Seðlabankinn hafi enn ekki svarað því hvort og þá hvenær nefndin fái afrit af símtali Davíðs Oddssonar, þáverandi seðlabankastjóra, og Geirs H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, þar sem þeir ræða áttatíu milljarða króna lán Seðlabankans til Kaupþings.