Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Sea Shepherd á leið til Íslands

07.05.2015 - 12:46
epa01278696  (FILE) A file photograph showing  Captain Paul Watson from Canada stands on the dock next to the Canadian flagged vessel Farley Mowat  detained by South African authorities in Cape Town harbour, 26 January 2006. An anti-whaling campaigner
Paul Watson, stofnandi Sea Shepherd, við eitt skipa samtakanna árið 2006. Mynd: EPA - EPA FILE
Yfirmaður hjá Sea shepherd samtökunum boðar aðgerðir samtakanna gegn hvalveiðum á Norður-Atlantshafi í sumar. Nokkur skip verði send til að berjast gegn hvalveiðum Íslendinga, Norðmanna og Færeyinga.

Sea Shepherd samtökin hafa í meira en áratug einbeitt sér gegn hvalveiðum Japana í suðurhöfum. Nú hafa samtökin hins vegar lýst yfir sigri þar og því munu þau í sumar sigla skipum sínum í Norður Atlantshafið til að berjast gegn hvalveiðum Íslendinga, Norðmanna og Færeyinga.

Adam Meyerson, skipstjóri á Bob Barker, einu skipa samtakanna, og yfirmaður skipaaðgerða, segir að nú sé meiri þörf á að vernda hvali í Norður Atlantshafi.

 Hann segir ekki liggja fyrir nákvæmlega hve mörg skip verði send á svæðið eða hve margir aðgerðasinnar, áætlun um aðgerðir hafi ekki verið mótuð. Það verði þó nokkur skip á svæðinu í sumar.

 Hver aðgerð er ólík þeim fyrri, segir Adam Meyerson, og áherslur eru ekki alltaf eins. Hann segir að í suðurhöfum hafi verið lögð áhersla á að trufla hvalveiðarnar með beinum hætti. Það sé erfitt að segja nákvæmlega hvað verði gert í Norður Atlantshafi.

 

Heiðar Örn Sigurfinnsson
Fréttastofa RÚV