Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

SAS fellir niður flug til Kína

30.01.2020 - 13:00
epa02869310 (FILE) A file photo dated 03 February 2009 showing Scandinavian airline SAS MD-80 and Boeing 737 aircrafts parked at the gates at terminal 4 at Arlanda Airport north of Stockholm, Sweden. The SAS Group, operator of the joint carrier
Scandinavian Airlines, 17 August 2011 reported a net profit for the second
quarter of 2011, citing cost-cutting efforts and more passengers. The net profit of 551 million kronor (86 million dollars) compared to a net loss of 502 million kronor in the same quarter last year.  EPA/JOHAN NILSSON / SCANPIX SWEDEN OUT
 Mynd: EPA - Scanpix
Norræna flugfélagið SAS hefur aflýst öllum áætlunarferðum til Shanghai og Peking frá og með morgundeginum til níunda febrúar. Flug til Hong Kong verður með eðlilegum hætti, en vandlega fylgst með útbreiðslu Wuhan-kórónaveirunnar, að því er kemur fram í yfirlýsingu frá félaginu.

Finnska flugfélagið Finnair er hætt að taka við bókunum í flug til meginlands Kína í febrúar og mars, en engar ákvarðanir hafa enn verið teknar um að fella niður flug.

Helmingi verslana Ikea í Kína, fimmtán talsins, var lokað í gær vegna Wuhan-veirunnar. Tilkynnt var í dag að hinum fimmtán hefði einnig verið lokað. Þá hefur fjörutíu verslunum sænsku verslanakeðjunnar H&M í Kína verið lokað.