Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

SAS aflýsir ferðum til Kína til 29. mars

14.02.2020 - 08:19
epa02868496 An SAS Airbus 330 with a mouse on board parked at a gate at Arlanda airport in Sweden, 16 August 2011. The SAS flight bound for Chicago has been cancelled Tuesday after a mouse has been spotted on board the aircraft. According to the SAS press office mouse traps has now been placed onboard the aircraft. Until the mouse has been found the aircraft will remain on the ground for safety reasons.  EPA/JOHAN NILSSON SWEDEN OUT
 Mynd: EPA - Scanpix Sweden
Stjórnendur skandinavíska flugfélagsins SAS hafa fellt niður allt áætlunarflug til Shanghai og Peking í Kína til 29. mars vegna útbreiðslu COVID-19 veirunnar þar í landi. Upphaflega var flugi þangað aflýst til 9. febrúar, þá 29. febrúar og núna um mánuð í viðbót.

Í fréttatilkynningu frá SAS segir að þessi ákvörðun hafi verið tekin til að koma í veg fyrir að farþegar og áhafnir smitist af veirunni. Farþegum sem áttu pantað far er boðið að fá miðana endurgreidda eða breyta bókunum. SAS heldur áfram að fljúga til Hong Kong, en fylgst er með útbreiðslu veirunnar þar frá degi til dags, að því er segir í tilkynningu félagsins.