Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Sandkastalar og drulla fyrir vestan

30.07.2016 - 15:48
Mynd með færslu
 Mynd: Halla Ólafsdóttir - RÚV
Í dag fer fram Evrópumeistaramótið í Mýrarbolta á Ísafirði. 26 lið eru skráð til leiks og eru oftast fimmtán manns í hverju liði. Gríðarmikil stemning er á svæðinu og allir glaðir og misdrullugir – sumir eru með drulluna í eyrum og augum.

Halla Ólafsdóttir fréttamaður fylgdist með fyrstu leikjum mótsins. Hún segir stemninguna hafa verið ótrúlega góða. Það sé ögn napurt en þó sól. Fólk láti kuldann ekki á sig fá og allir voru mættir til að hafa gaman. 

Mýrarboltaliðum fylgja oft margir stuðningsmenn sem sitja á hliðarlínunni og hvetja sitt lið áfram. Drullan skvettist í allar áttir og því er best að allir á svæðinu séu vel búnir – í stígvélum og drullugallanum.

Halla fylgdist einnig með sandkastalakeppninni í Holti í Önundarfirði. Þar eru mörg hundruð manns og tugir sandkastala af öllum stærðum og gerðum.

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Mynd með færslu
 Mynd: Halla Ólafsdóttir - RÚV

Það var svo þessi selur sem stóð uppi sem sigurvegari sandkastalakeppninnar. 

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
milla.osk's picture
Milla Ósk Magnúsdóttir
Fréttastofa RÚV