Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Samþykkt að fresta brottvísun Manís

28.02.2020 - 17:47
Mynd með færslu
 Mynd: Karl Sigtryggsson - RÚV
Útlendingastofnun hefur samþykkt að fresta brottvísun íranska trans piltsins Manís Shahidi og fjölskyldu hans úr landi. Claudie Ashonie Wilson, lögmaður Manis, staðfestir þetta við fréttastofu og segir að ákvörðunin feli í sér að flutningi verði frestað þar til niðurstaða er komin í endurupptöku á máli þeirra.

Claudie segist hafa óskað eftir frekari gögnum frá Útlendingastofnun vegna málsins. Stofnunin búist við því að þau gögn verði afhent í næstu viku.

Claudie segir að það séu mjög góðar fréttir að flutningnum hafi verið frestað. Óvissan hafi verið vond fyrir Mani og fjölskyldu hans.