Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Samkomulag um suðurhluta Jemens

06.11.2019 - 03:45
epa07975134 A handout photo made available by the United Arab Emirates Ministry of Presidential Affairs shows Crown Prince of Abu Dhabi and Deputy Supreme Commander of the UAE Armed Forces Sheikh Mohammad bin Zayed Al Nahyan (C-L, back), Saudi Crown Prince Mohammed bin Salman (C, back) and Yemeni President Abedrabbo Mansour Hadi (C-R, back) witness the signing of the Riyadh Agreement between Nasser al-Khabji (L, front) of the Southern Transitional Council and Salem Al Khanbashi (R, front) of the Yemeni government, in Riyadh, Saudi Arabia, 05 November 2019. The Yemeni government and the Southern Transitional Council (STC) signed a power-sharing deal that includes giving STC representation in the government, and allowing Yemeni prime minister to assume his duties from Aden.  EPA-EFE/Hamad Al Kaabi / UAE Ministry of Presidential Affairs HANDOUT  HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
 Mynd: EPA-EFE - Ministry of Presidential Affairs
Ríkisstjórn Jemen undirritaði í gær samkomulag við aðskilnaðarsinna í suðurhluta landsins. Samkvæmt því fær ríkisstjórnin að snúa aftur til Aden og 24 ráðherra ríkisstjórn verður mynduð, þar sem ríkisstjórnin og aðskilnaðarsinnar fá 12 ráðherra hvor.

Aðskilnaðarhreyfingin STC náði völdum í Aden á meðan stjórnarherinn, með aðstoð hernaðarbandalags Sádi-Arabíu og fleiri ríkja, barðist gegn skæruliðasveitum Húta. Sádar höfðu milligöngu með samningaviðræðum, og fagnaði Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, undirrituninni í gær. Hann sagði samkomulagið leiða til nýs tímabils stöðugleika í Jemen.

Martin Griffiths, sérstakur erindreki Sameinuðu þjóðanna í Jemen, sagðist vonast til þess að samkomulagið leiði til loka borgarastyrjaldarinnar sem hefur leitt til hörmunga í landinu. Samkomulagið sé mikilvægt skref í átt til friðar, og það sé mikilvægt að hlýða á aðskilnaðarsinna í suðurhluta landsins til þess að ná þeim pólitíska stöðugleika sem þarf til að koma á friði.

Suðurhluti Jemen var sjálfstætt ríki til ársins 1990 þegar það var innlimað í Jemen. Ríkisstjórnin flutti stjórnarráð sitt til hafnarborgarinnar Aden í suðurhlutanum árið 2014 eftir að Hútar tóku yfir höfuðborgina Sanaa. Hernaðararmur STC náði svo völdum í Aden í ágúst.

Óttast var að yfirtakan í Aden ætti eftir að leiða til enn meiri hörmunga. Hernaðararmur STC er þjálfaður af Sameinuðu arabísku furstadæmunum, sem eru í hernaðarbandalagi með Sádum og stjórnarher Jemens gegn skæruliðahreyfingu Húta. Ef stjórnarherinn og STC hefðu lent í skærum óttuðust sérfræðingar að allt færi endanlega í bál og brand í landinu.

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV