Samhæfingarmiðstöð virkjuð vegna rútuslyss

10.01.2020 - 16:59
Mynd með færslu
 Mynd: Geir Ólafsson - RÚV
Rútuslys varð nærri bænum Öxl, vestur af Blönduósi á fimmta tímanum. Samhæfingarstöðin í Skógarhlíð hefur verið virkjuð vegna slyssins. Tvær rútur voru í samfloti og valt önnur þeirra. Í rútunum voru háskólanemar. Hluti farþegarnna úr rútunni sem valt var fluttur í hina rútuna, sem hélt síðan áfram á Blönduós.

Björgunarsveitir hafa verið kallaðar út ásamt þyrlu Landhelgisgæslunnar. Með þyrlu Landhelgisgæslunnar fara tveir sjúkraflutningamenn frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.

Ekki hefur náðst í lögregluna á Norðurlandi vestra. Hún birti stutta færslu á Facebook 20 mínútur yfir fimm. Þar sagði að hópferðabifreið hefði lent í umferðarslysi á þjóðvegi 1, skammt sunnan við Blönduós. Lögreglan veitir ekki frekari upplýsingar að svo stöddu.

Fréttin var uppfærð 17:43.

Jón Hákon Halldórsson
Fréttastofa RÚV