Samgönguverkfall í Frakklandi í 40 daga

13.01.2020 - 17:27
Commuters get out of a train at the Montparnasse train station in Paris, Tuesday, Jan. 7, 2020. Gen. France's government and unions appear still far apart after talks over fiercely contested pensions reforms, and the government was hoping to soften union opposition after record-setting strikes that have hobbled the country's train network. (AP Photo/Christophe Ena)
Átta af hverjum tíu háhraðlestum í Frakklandi eru farnar að aka samkvæmt áætlun. Mynd: AP
Verkföll settu í dag svip sinn á almenningssamgöngur í París og víðar í Frakklandi, fertugasta sólarhringinn í röð. Leiðtogar nokkurra verkalýðsfélaga taka fálega tillögu stjórnvalda um að falla frá hækkun lágmarkslífeyrisaldurs gegn því að starfsfólk snúi aftur til starfa.

Ekið var á öllum leiðum í jarðlestakerfinu í París í dag, en einungis á háannatíma að morgni og síðdegis. Þá eru átta af hverjum tíu hraðlestum farnar að aka samkvæmt áætlun, en ferðir hægfara farþegalesta liggja enn niðri að nokkru leyti. Að sögn SNFC ríkisjárnbrautafélagsins eru einungis 4,3 prósent starfsfólksins enn í verkfalli, en í þeim hópi er fjöldi lestarstjóra.

Edouard Philippe forsætisráðherra bauðst á laugardag til að falla frá því að lágmarkslífeyrisaldur yrði hækkaður úr 62 árum í 64 gegn því að aðrar breytingar á lífeyriskerfinu næðu fram að ganga og starfsfólk sneri til starfa að nýju. Leiðtogar nokkurra verkalýðsfélaga hafa tekið vel í hugmyndina og segjast reiðubúnir að halda áfram viðræðum. Aðrir eru á því að stjórnin verði að draga eftirlaunafrumvarpið til baka í heild sinni.

Philippe sagði í viðtali um helgina að aðgerðirnar væru komnar í öngstræti. Verkalýðsleiðtogarnir kynnu líklega ekki að ljúka þeim og sýna ábyrgð.