Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Samgönguáætlun lögð fram á Alþingi

01.12.2019 - 07:54
Mynd með færslu
 Mynd: Birgir Þór Harðarson - RÚV
Fimm stjórnarfrumvörp og fimm stjórnartillögur voru birtar á vef Alþingis í gær, en það var síðasti dagurinn til að birta þingmál sem taka á til meðferðar fyrir jólahlé Alþingis.

Á meðal þeirra mála sem eru birt er fimm ára samgönguáætlun, breyting á skattalögum vegna vistvænna ökutækja, frumvarp um hálfan lífeyri og samningur milli Íslands og Færeyja um fiskveiðar innan íslenskrar og færeyskrar lögsögu.

Samkvæmt starfsáætlun þingsins fara þingmenn í jólafrí föstudaginn 13. desember. 
 

Jón Hákon Halldórsson
Fréttastofa RÚV