Athugið þessi frétt er meira en 11 ára gömul.

Sameining Vestfjarða óraunhæf

01.10.2010 - 09:15
Mynd með færslu
 Mynd:
Sameining Vestfjarða í eitt sveitarfélag er ekki raunhæfur kostur nema samgöngur verði bættar. Þetta segir Ingimundur Óðinn Sverrisson forseti bæjarstjórnar Vesturbyggðar um róttækar sameiningartillögur sem kynntar voru á þingi Sambands sveitarfélaga í gær.

Ingimundur segir að forsenda sameiningar sé að það hafi verið samvinna milli sveitarfélaganna til að byrja með. Þó nokkur samvinna er hins vegar á milli Vesturbyggðar og Tálknafjarðar.

Sameining þessarra sveitarfélaga var þó felld í síðustu kosningum. Auk sameiningar Vestfjarða í eitt sveitarfélg er lagt til að Vesturland verði eitt sveitarfélag, Norðvesturland eitt eða tvö, Eyjafjörður eitt, Þingeyjarsýslur eitt, Austurland eitt, Suðurland tvö og sömuleiðis Suðurnes. Lagt er til að Reykjavík, Seltjarnarnes og Kjósarhreppur verði eitt sveitarfélag og Álftanes og Garðabær eitt.