Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Samastaður (...) - Málfríður Einarsdóttir

Mynd með færslu
 Mynd: Magnús Örn Sigurðsson

Samastaður (...) - Málfríður Einarsdóttir

22.06.2018 - 09:00

Höfundar

Hér má hlýða á þáttinn Bók vikunnar um Samastað í tilverunni eftir Málfríði Einarsdóttur en þetta fyrsta verk höfundar kom út árið 1977 þegar Málfríður var 78 ára gömul. Þar segir Málfríður frá ævi sinni en einnig ýmsu öðru svo erfitt er að stimpla bókina sem sjálfsævisögu eða endurminningabók.

Eitt hið sérstæða við verkið er að það geymir texta sem Málfríður skrifaði á um þrjátíu ára tímabili og blöðunum er ekki endilega raðað í tímaröð í verkinu. Bókin var upphaflega gefin út af útgáfunni Ljóðhús sem skáldið Sigfús Daðason stýrði og segir svo í formála Guðbergs Bergsonar í nýjustu útgáfu bókarinnar frá 2008: „Svo einn góðan veðurdag kom Sigfús Daðason af himnum sendur með konunni sinni  í stofuna, sá Málfríði liggja á dívaninum og hirti upp blöðin. Ég held hann hafi gert það öllum íslenskum skáldkonum til heiðurs. Svei-mér-þá! Þannig bjó hann Málfríði meira en lítinn samastað í tilveru íslenskra bókmennta.“

Skáldin Guðmundur Andri Thorsson og Kristín Svava Tómasdóttir ræddu þessa áhugaverðu bók í þættinum Bók vikunnar á Rás 1.

Heyra mátti lestur Steinunnar Sigurðardóttir úr bókinni hér að neðan. Einnig má hlusta á brot úr viðtali sem Steinunn tók við Málfríði árið 1978.

Mynd: Magnús Örn Sigurðsson / Magnús Örn Sigurðsson
Fyrri lestur Steinunnar Sigurðardóttur úr Samastað í tilverunni
Mynd: Magnús Örn Sigurðsson / Magnús Örn Sigurðsson
Síðari lestur Steinunnar Sigurðardóttur úr Samastað í tilverunni
Mynd: Magnús Örn Sigurðsson / Magnús Örn Sigurðsson
Viðtal við Málfríði Einarsdóttur frá árinu 1978
Mynd:  / 
Umfjöllun um Samastað í tilverunni í þættinum Bók vikunnar á Rás 1